Rasmus Nyerup

Rasmus Nyerup

Rasmus Nyerup (12. mars 175928. júní 1829) var danskur sagnfræðingur, málvísindamaður og bókavörður. Hann fæddist í þorpinu Nyrup á Fjóni og dó í Kaupmannahöfn.

Rasmus Nyerup var stúdent frá Lærða skólanum í Óðinsvéum 1776, með ágætiseinkunn. Fór svo í Háskólann í Kaupmannahöfn og tók próf í heimspeki og guðfræði 1779-1780. Varð bókavörður við safn Peter Friderich Suhm, sem var hálfopinbert rannsóknarbókasafn. Þar sökkti hann sér niður í gögn danskra sagnfræðinga og gaf út bækur með efni þaðan. Starfaði um tíma við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, og frá 1796 við Háskólabókasafnið í Kaupmannahöfn, varð forstöðumaður þess 1803.

Árið 1796 var Nyerup skipaður prófessor í bókmenntasögu við Kaupmannahafnarháskóla.

Árið 1807 varð Rasmus Nyerup ritari í Nefndinni til varðveislu fornminja, (Oldsagskommissionen), sem hafði m.a. það verkefni að safna skýrslum um fornminjar frá prestum í Danmörku. Í árslok 1816 tók Christian Jürgensen Thomsen við af honum sem ritari nefndarinnar, samkvæmt tillögu Nyerups, sem gerði sér grein fyrir hvað í manninum bjó. Nyerup var einnig helsti stuðningsmaður og verndari Rasmusar Kristjáns Rasks. Virðist hann hafa haft næmt auga fyrir hæfileikum ungra manna sem hann kynntist.

Nyerup var fulltrúi upplýsingarinnar í Danmörku, og koma þau viðhorf fram í rannsóknum hans.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search